Náttúruvernd

96. fundur
Fimmtudaginn 16. febrúar 1995, kl. 13:05:19 (4396)


[13:05]
     Umhverfisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Það má vera að sakir þingæsku minnar og lítillar reynslu í þessum sölum þá sé ég ekki kunnugur þeim hefðum sem ríkja, en ég vek athygli hæstv. forseta á því að sá hv. þm. sem hér er beðið eftir er ekki staddur í húsinu. Er það venja að halda fundi með þeim hætti, að menn sitji og bíði eftir manni sem staddur er úti í bæ?