Yfirtökutilboð

99. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 16:29:24 (4513)


[16:29]
     Fyrirspyrjandi (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Það hefur aldrei staðið til að miða þessa löggjöf við þau hlutabréf sem eru á verðbréfamarkaði heldur við öll hlutafélög. Það skiptir auðvitað höfuðmáli og það er það sem hefur verið í framkvæmdinni að minnihlutaaðilar hafa orðið að sætta sig við smánarverð þegar þeir sem mest eiga hafa getað selt fyrir hátt verð.