Vernd barna og ungmenna

100. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 18:19:19 (4547)


[18:19]
     Frsm. félmn. (Gísli S. Einarsson ):
    Virðulegur forseti. Vegna þeirra athugasemda sem hafa fallið hér tel ég mér skylt að gera grein fyrir því að boð komu um það til nefndarinnar í gegnum formann nefndarinnar, sem er ég, og ég gerði nefndinni grein fyrir því að það væri fullkomin sátt og þetta væri lausn í málinu sem heilbr.- og trn. sætti sig við. Ég gerði grein fyrir því og taldi það vera nægjanlegt og ég kannast vel við að beðið var um að fá bréf en það var ekki talin ástæða. Ég taldi ekki vera ástæðu til þess að staðfesta frekar með bréfi og lét það duga að eiga símtal við þá aðila, sem þarna áttu hlut að máli, svo að ég má til með að gera þessa grein fyrir málinu.