Virðisaukaskattur

100. fundur
Mánudaginn 20. febrúar 1995, kl. 18:24:05 (4550)


[18:24]
     Frsm. efh.- og viðskn. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson) :
    Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá efh.- og viðskn á þskj. 681 um frv. til laga um breytingu á lögum, nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið til sín Jón Guðmundsson frá fjmrn. og Jón Steingrímsson frá ríkisskattstjóra. Það kom fram við yfirferð á málinu að nauðsynlegt var að gera breytingar vegna nýrra laga um bókhald sem voru samþykkt núna fyrir áramótin. Nefndin leggur því til að frv. verði samþykkt með þeim breytingartillögum sem eru á þskj. með sama númeri. Undir þetta rita allir nefndarmenn í efh.- og viðskn.