Flugmálaáætlun 1994--1997

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 18:42:34 (4630)


[18:42]
     Kristinn H. Gunnarsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vil mælast til þess að umræða um þessa þáltill. verði ekki slitin í sundur að óþörfu með því að fleyga hana með öðrum þingmálum. Ég tel eðlilegt að hún haldi áfram samfellt eftir því sem við verður komið vegna kvöldmatarhlés og annarra slíkra reglubundinna og fyrirsjáanlegra breytinga. Mér finnst óeðlilegt að umræða um þetta mál verði stöðvuð og hafin eftir einhverjum óútskýranlegum formúlum. Ég tel eðlilegt að umræðu verði fram haldið og þau mál sem forseti nefndi komi hér á eftir. Það er að ég held ég megi segja nægur tími og mér sýnist menn vera nokkuð rólegir yfir fundarhaldinu og fámennt í þingsal þannig að hér er rólegt og afslappað yfirbragð og engin ástæða til þess að flana að afgreiðslu mála.