Flugmálaáætlun 1994--1997

101. fundur
Þriðjudaginn 21. febrúar 1995, kl. 20:49:57 (4635)


[20:49]
     Samgönguráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er laukrétt hjá hv. þm. að fyrir fram vita menn ekki hvað kemur út úr útboðum. Það er alveg laukrétt. Má segja að auðvitað er líka hægt að hugsa sér að farið sé yfir hina fyrri áætlun um það hvað kosti að leggja bundið slitlag á flugvöllinn á Patreksfirði. Það má líka segja að yfirleitt eigi að stefna að því að hafa áætlunina mjög rýmilega til þess að alltaf sé hægt að standa við það sem gera skuli. Ég svara ærlega og beint þannig: Ég geri ráð fyrir því og er þess fullviss að inni í flugmálaáætlun sé nægilegt rými til þess að hægt sé að leggja bundið slitlag á þá flugvelli sem hún gerir ráð fyrir.