Framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 01:14:53 (4693)


[01:14]
     Jón Helgason (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með hæstv. umhvrh. að hér er um tímamótafrv. að ræða ef það er svo að það á að mismuna íbúum innan sveitarfélags eftir því hvort þeir búa í þéttbýli eða dreifbýli og ef sem sagt sumir íbúar sveitarfélagsins eiga að greiða virðisaukaskatt af þessu og greiða miklu hærri upphæðir en það verður greitt niður fyrir aðra.
    Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir því að hæstv. umhvrh. telur það eðlilegt að þetta atriði verði skoðað í nefnd og ég vonast til að í því felist það að á frv. verði gerð breyting til þess að draga úr þessum ójöfnuði.