Gjald af áfengi

101. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 02:06:16 (4712)


[02:06]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna síðustu orða hv. þm. vil ég taka fram að það er misskilningur að það myndist nýr áhugi hjá einhverjum nýjum söluaðilum til þess að vekja athygli á sinni vöru umfram það sem nú er einfaldlega vegna þess að það er umboðsmannakerfi hjá ÁTVR. Þó að ÁTVR hafi einkaleyfi á innflutningi á þessari vörutegund sem áfengi er þá eru umboðsmenn fyrir mismunandi merki og þeir innan löglegra marka, stundum sjálfsagt ólöglegra, reyna auðvitað að láta bera á sínum vörumerkjum þannig að sú hætta sem hv. þm. er að tala um er fyrir hendi í dag og hún mun ekkert breytast. Það eina sem breytist er að

menn geta flutt inn sjálfir og borgað gjöldin sjálfir við innflutninginn en í dag þurfa þeir sem flytja inn í gegnum ÁTVR að sérpanta þetta en umboðsmennirnir eru til staðar í dag og munu vera til staðar áfram. Það er engin breyting í þeim efnum.