Tilkynning um dagskrá

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 14:53:31 (4745)     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Það er rétt sem hv. þm. greinir frá, að það var gert ráð fyrir að hér yrðu ekki fundir mikið lengur en til kl. 2.30. Nú er klukkan alveg að verða 3 þannig að það er rétt að við höfum farið nokkuð fram yfir tímann. Hér eru á mælendaskrá þrír hv. þingmenn í því máli sem er á dagskrá og enn er eftir að mæla fyrir nokkrum málum áður en komið er að þingmannamálum eins og gert hafði verið ráð fyrir. Forseti hafði gert ráð fyrir því, ef þingmenn hefðu óskað eftir því að fá að mæla fyrir sínum málum hér á eftir, að vera örlítið lengur en til kl. 3, en sér að það er nokkuð rétt í því sem hv. þm. segir um það að fara ekki mikið lengra í dagskránni. Forseti vill þó óska eftir því við hv. þm. að hægt sé að freista þess að ljúka umræðum um það mál sem á dagskrá er núna til þess að hægt sé að ganga frá því máli. Síðan yrðu tekin fyrir þau þingmannamál sem gert hafði verið ráð fyrir, þegar því er lokið.