Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:07:26 (4757)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Forseti vill taka fram að það hefur ekki komið fram ósk um það af hálfu þessara þingflokka að fundi yrði ekki haldið áfram en hins vegar hefur komið ósk um það frá ákveðnum þingmanni að hann fái að mæla fyrir sínu máli og vill nú forseti fá að verða við því ef menn gera ekki frekari athugasemdir við það. En það má vel vera að sá hv. þm. sé nú þegar hættur við það. ( Gripið fram í: Hvaða mál er það?) Það er mál nr. 26, stjórn fiskveiða. Það var að vísu í ljósi þess að við mundum byrja kl. 3 á því máli en það getur vel verið að hv. þm. sé fallinn frá þeirri ósk sinni.