Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:11:12 (4761)

     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Eins og forseti er búinn að taka fram þá hefur forseti engan áhuga á að halda áfram fundi í ósamkomulagi en hafði, eins og áður hefur verið skýrt frá, vonast til þess að þeir þingmenn sem vildu fengju að mæla fyrir málum eins og t.d. hv. 2. þm. Vesturl. sem hefur lýst því. En í ljósi þess að fólk sættir sig ekki við það þá getur forseti auðvitað ekki annað en hætt umræðum og slitið þessum fundi í ljósi þess að það var búið að semja um það áður að fundir yrðu ekki lengur en til kl. 3 og í ljósi þess að það eru þingflokksfundir. Það þjónar litlum tilgangi að halda áfram að ræða um fundarstjórn forseta og þá getur forseti ekki annað en orðið við því að ljúka þessum fundi.