Framhald þingfundar

102. fundur
Miðvikudaginn 22. febrúar 1995, kl. 15:13:11 (4763)


[15:13]
     Ingi Björn Albertsson :
    Hæstv. forseti. Ég sé mig knúinn til að leita ásjár hjá forseta. Þannig er mál með vexti að á þskj. 540 er fyrirspurn frá mér til hæstv. fjmrh. Fyrirspurn þessi var lögð fram í desembermánuði þannig að nú eru liðnir um tveir mánuðir síðan hún var lögð fram. Samkvæmt þingsköpum hefur ráðuneytið 10 daga til að svara fyrirspurnum en það var óskað eftir skriflegu svari. Enn þann dag í dag er ekki komið svar þrátt fyrir að ítrekað hafi leitað verið eftir því við ráðuneytið að það svaraði.
    Nú er ekki um svo flókið mál að ræða að ráðuneytið ætti ekki að geta gert þetta á þeim tíma sem það hefur samkvæmt þingsköpum, en engu að síður hefur þolinmæði þingmannsins verið sú að það er með öllu óviðunandi að svar hafi ekki borist. Nú eru eingöngu þrír dagar eftir af starfsdögum þinsins og því vil ég óska eftir aðstoð forseta við það að knýja ráðuneytið til að svara þessari fyrirspurn og sjá til þess að þingsköp Alþingis verði virt og svar komi áður en þing lýkur störfum á laugardaginn.