Vaxtalög

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:16:04 (4902)


[02:16]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. fyrir undirtektir hans. En ég vil ekki láta hjá líða að drepa á að hér er verið að breyta einhverri merkustu lagasetningu seinni ára. Hér er verið að breyta meginkafla í lögum nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl., sem kennd eru við fyrrv. formann Framsfl., Ólaf heitinn Jóhannesson. Það hafa sennilega fá lög á Íslandi haft jafngóð og mikil áhrif á efnahagsmál í landinu og þessi lög því að þau stöðvuðu bruna sparifjár á sínum tíma og lögðu grundvöllinn að því að Íslendingar fóru á ný að spara með verðtryggingu fjárskuldbindinga. Það hafa fá lög haft jafnheillavænleg áhrif á íslensk efnahagsmál og þessi lög. Nú hafa þau skilað verulegu hlutverki og nú eru þingmenn sammála um að ástæða sé til þess að afnema verðtrygginguna í áföngum og það eru menn nú að gera.
    Ég vil ekki láta hjá líða að minnast á það, virðulegi forseti, hér er verið að breyta lagaákvæðum sem hafa verið þýðingarmeiri en flest önnur og voru sett á sínum tíma af manni sem var formaður Framsfl. og eru kennd við hann.