Vaxtalög

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:17:39 (4903)


[02:17]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil ekki draga úr mikilvægi þessara laga þegar þau voru sett og þau voru vissulega óhjákvæmileg á sínum tíma þó svo að þá hafi sjálfsagt engan órað fyrir því hvað sú óhjákvæmilega breyting frá neikvæðum vöxtum yfir í jákvæða áttu eftir að verða sársaukafull og hvað það var í raun mikil aðgerð fyrir bæði atvinnulífið og heimilin að aðlaga sig þeim breytingum og við erum enn að kljást við timburmennina af því. En ég ítreka að þetta var óhjákvæmilegt þó svo aðgerðin hafi reynst í raun miklu meiri en nokkurn óraði fyrir á þeim tíma.