Vaxtalög

104. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 02:37:27 (4913)


[02:37]
     Viðskiptaráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það mætti líka orða þetta svo að Alþb. hafi setið í tæplega fjögur ár í ríkisstjórn án Alþfl. án þess að hreyfa við verðtryggingarkafla Ólafslaga. Það er annað lof sem ég ber á þá og skal ég fúslega viðurkenna það að ég tel næstum því jafnlofsvert að hafa staðið í fjögur ár í ríkisstjórn án þess að breyta verðtryggingarkafla Ólafslaga og það var að samþykkja þau á sínum tíma. Ég ber lof á Alþb. fyrir hvort tveggja. Þetta var vel að verki staðið, piltar.