Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:21:41 (4926)


[11:21]
     Petrína Baldursdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon spyr fulltrúa meiri hluta menntmn. hvort þeir telji að hægt sé að reka grunnskólann án kennara. Þetta er útúrsnúningur hjá hv. þm. Auðvitað er ekki hægt að reka grunnskóla án kennara og það er ekkert ákvæði í þessu frv. sem gefur þingmanninum tilefni til að draga þær ályktanir að meiri hluti menntmn. og fulltrúar stjórnarflokka hér á Alþingi telji það. Þetta frv. sem hér liggur fyrir snýst einfaldlega ekki um kjaradeilu kennara heldur er það grunnur undir þær úrbætur sem þarf að gera og er nauðsynlegt á íslensku menntakerfi.