Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:24:58 (4928)


[11:24]
     Petrína Baldursdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel enn þá að þetta hafi verið útúrsnúningur af hálfu þingmannsins. Eins og hann veit mætavel þá hefur meiri hluti menntmn. gefið það út í frhnál. á þskj. sem liggja hér fyrir að gildistaka þessara laga tekur ekki gildi nema réttindamál kennara liggi fyrir. Og að fullyrða það héðan úr ræðustól að samskipti kennara við þessa ríkisstjórn eða stjórnarflokkana séu eitthvað slæm, ég tek ekki undir svona fullyrðingu.