Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:50:29 (4936)


[11:50]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ekki ætla ég að bera brigður á það að þetta ágæta fólk sem í nefndinni sat hafi haft víðtæka þekkingu. Ég vakti hins vegar athygli á því að pólitískt er nefndin einlit. Þó að þarna sé margt ágætisfólk þá voru pólitísk sjónarmið þess mjög í eina átt. Það væri freistandi úr því að hv. þm. fór að nafngreina einstaka aðila í nefndinni að fjalla ofurlítið um það en ég ætla að stilla mig um það í bili.
    Ég held að nefndin hefði verið heppilegar saman sett með því að hafa þar víðara pólitískt sjónarhorn en gert var.