Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:52:18 (4938)


[11:52]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég var rétt áðan að fara viðurkenningarorðum um ýmislegt af því sem þessari ágætu nefnd datt í hug svoleiðis að ég hristi þetta af mér. Ég held hins vegar að það hafi verið unnið, jafnvel þó að ráðherra hafi fengið þarna í hendur sitthvað sem nothæft var, einstaklega klaufalega að meðferð þessa máls í þinginu, nefndarstarfi og eftirrekstri. Það er gjörsamlega ástæðulaust að vera að reyna að knýja þetta mál fram núna fyrir þinglokin. Ég tel að það megi bíða næsta kjörtímabils.