Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:54:47 (4940)


[11:54]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Guði sé lof að það hefur margt af fyrirburum spjarað sig vel í lífinu en þeir þurfa þá að fá viðunandi hjúkrun og viðunandi hjálp. Með þetta frv. eins og er í pottinn búið hefur ekki verið gengið nógu lengi með og væri betra fyrir það, þetta afkvæmi hæstv. menntmrh., að það fengi lengri meðgöngu.
    Ég fór hálfpartinn hjá mér þegar hv. þm. fór að lýsa því yfir að hún væri sammála mér en það er út af fyrir sig gott.