Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 11:55:50 (4941)


[11:55]
     Petrína Baldursdóttir (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það er bara gott ef þingmaðurinn hefur farið hjá sér, ef það sem ég sagði áðan hefur orðið til þess að hann hefur farið hjá sér. En þingmaðurinn vildi kannski frekar að barnið fæddist andvana en að það væri hægt að bjarga því og bæta um betur?