Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:31:10 (4947)


[12:31]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :

    Ég sagði, hæstv. forseti, að það væri verið að taka þetta mál í gíslingu með málþófi. Það var gert í nótt þó að ekki væri verið að tala um þetta mál. Það vita allir. Það vita allir hvers vegna menn röðuðu sér á mælendaskrá í málum sem komu þessu máli ekkert við en voru á dagskrá í gærkvöldi og í nótt. Ef hv. þm. ætlar að halda því fram að það hafi ekki verið vegna þessa máls þá ætla ég að biðja þingmanninn að gera það hér á eftir úr þessum ræðustól.
    Það er beðið eftir plaggi frá mér. Það plagg var kynnt á fundi hv. menntmn. í gærmorgun. Ég hef yfirfarið það plagg að nýju og ég óskaði eftir því við formann þingflokks Sjálfstfl. í gærkvöldi að hann kynnti það fyrir formönnum þingflokka vegna þess að ég treysti mér ekki til þess að breyta því frá því sem það var kynnt á fundi hv. menntmn. í gærmorgun. Það er plaggið.