Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:34:36 (4950)


[12:34]
     Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta eru ekki sambærileg mál sem við erum að ræða en það sem ég átti við með þessum samanburði er það að ég held að áhrifin kunni að verða svipuð. Rétt eins og kennarar í Hinu íslenska kennarafélagi voru sviptir samningum, samningsrétti og umsömdum launahækkunum, þá á að þvinga yfir kennara ástandi og lögum sem þeir eru ósáttir við. Ég held að þetta muni valda óánægju innan kennarastéttarinnar og hafa slæm áhrif á skólastarfið rétt eins og aðgerðir hv. þm. Ólafs Ragnars Grímssonar, Svavars Gestssonar og fleiri höfðu á sínum tíma.