Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:35:24 (4951)


[12:35]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. 15. þm. Reykv. nefndi alþingi götunnar. Hvað er alþingi götunnar? Er það það að stéttarfélög gera kröfur? Nei, að sjálfsögðu ekki. Það sem er alþingi götunnar er það þegar þingmenn í stjórnarandstöðu gera sig hér inni að fulltrúum krafna kennaranna, berjast fyrir kröfum kennaranna sem stjórnarandstæðingar og þegar þeir hafa svo tækifæri til að standa við þær þá bregaðst þeir. Þetta, hv. þm., er alþingi götunnar.