Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:35:59 (4952)


[12:35]
     Frsm. 1. minni hluta menntmn. (Kristín Ástgeirsdóttir) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég tel mig vera fyrst og fremst að berjast fyrir því að mál hafi eðlilegan framgang, að mál séu vel unnin og vel ígrunduð og menn viti hvað þeir eru að gera. Í þessu máli vita menn það ekki. Það er ekki vitað hvernig haldið verður á réttindamálum kennara. Það er ekki vitað hver kostnaður verður við þetta frv. og réttindamálin og hvernig sveitarfélög eiga að taka á því. Ég hefði talið eðlilegt að þetta lægi allt saman fyrir þegar pakkinn yrði afgreiddur í heild. Það hefðu verið hin eðlilegu vinnubrögð og ég er mjög ósátt við það hvernig hér er staðið að málum og ég harma að það skuli farið svo illa með ýmsar góðar hugmyndir sem er að finna í þessu frv. Þessi meiri hluti sem hér situr er einfaldlega búinn að eyðileggja þetta mál með sínum vinnubrögðum.