Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 12:45:27 (4959)


[12:45]
     Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni mikið framfaramál í skólamálum og ég tel skynsamlegt að frv. verði lögfest núna. Stjórnarandstaðan hefur kosið að gera það að sérstöku bitbeini. Það er mergur málsins. Það er einfaldlega ekki hægt að ganga lengra en meiri hluti menntmn. hefur gert í þeim skilyrðingum sem við höfum sett inn í okkar brtt. Það er ekki hægt að koma með inn í þær efnisleg atriði væntanlegra frumvarpa.