Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 14:54:52 (4965)


[14:54]
     Frsm. 3. minni hluta menntmn. (Svavar Gestsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það er alveg nákvæmlega rétt hjá hv. þm., það þarf að vanda sig við málið. Til þess að vanda sig við málið þarf að ganga frá samningum við kennarastéttina í landinu og það þarf að ganga frá samningum við sveitarfélögin. Það er það sem þarf að gera. En það hefur hins vegar ekki verið gert og það er kannski aðallega þess vegna sem málið er komið í þann hnút sem Sjálfstfl. hefur kosið að reka það í hér í þessari virðulegu stofnun.