Grunnskóli

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 15:18:01 (4972)


[15:18]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það var nú efnislega þetta sem ég var að segja, að ef við leyfðum okkur að svara stjórnarandstæðingum þá væri það túlkað sem málþóf af okkar hálfu og að við værum með því að koma í veg fyrir að þau mál sem við erum að berjast fyrir að fái hér afgreiðslu hljóti afgreiðslu. Það er nákvæmlega þetta sem hv. þm. var að staðfesta.