Varðveisla arfs húsmæðraskóla

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 16:56:06 (4991)


[16:56]
     Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 750 um till. til þál. um varðveislu arfs og eigna húsmæðraskóla frá menntmn.
    Nefndin hefur fjallað um tillöguna sem kveður á um að skipuð verði nefnd er kanni hvernig best megi varðveita arf gömlu húsmæðraskólanna í landinu.
    Í umfjöllun sinni studdist nefndin við fjölmargar umsagnir þar sem fram komu gagnlegar upplýsingar og ábendingar.
    Menntamálanefnd telur verðugt verkefni að kanna hvernig best megi varðveita muni þeirra húsmæðraskóla sem nú hafa verið lagðir niður. Tillagan hlaut jákvæðar undirtektir í framangreindum umsögnum og leggur nefndin til að hún verði samþykkt.
    Menntmn. stendur einróma að þessari afgreiðslu málsins.