Iðnþróunarsjóður

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 17:46:07 (5004)


[17:46]
     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Ég gerði fyrirvara við þetta nefndarálit vegna þess að ég tel að þarna sé um nokkuð óvenjulegan gerning að ræða þar sem gert er ráð fyrir að 250 millj. kr. eða allt að því verði veitt sem áhættulán eins og kemur fram í a-lið 1. tölul. brtt. og til að taka þátt í kostnaði við skilgreind þróunarverkefni. Ég tel að á vissan hátt sé óeðlilegt að þriggja manna stjórn, sem iðnrh. skipar án tilnefningar, hafi með að gera að veita lán sem þessi og taka þátt í kostnaði. Þar sem hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða og búið er að þrengja mjög möguleika þessara sjóðstjórna til þess að deila út fé mun ég styðja að þessi breyting verði gerð á lögum um Iðnþróunarsjóð.