Lyfjalög

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 17:47:54 (5005)


[17:47]
     Frsm. heilbr.- og trn. (Ingibjörg Pálmadóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 805, um frv. til breytingar á lyfjalögum, nr. 93/1994, frá heilbr.- og trn.
    Nefndin hefur fjallað um málið sem kveður á um að þrenns konar breytingar á ákvæðum lyfjalaga, nr. 93/1994.
    1. Um er að ræða breytingu á refsiákvæðum laganna.
    2. Kveðið er á um bann við auglýsingum.
    3. Um er að ræða heimild frá heilbr.- og trmrh. um setningu reglugerðar um framleiðslu og markaðssetningu efna sem gjarnan eru notuð við ólöglega framleiðslu ávana- og fíkniefna, sbr. tilskipun 92/109 frá EBE.
    Við umfjöllun um málið fékk nefndin á sinn fund Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra í heilbr.- og trn. Nefndin mælir með að frv. verði samþykkt óbreytt. Sólveig Pétursdóttir og Guðrún J. Halldórsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Undir þetta skrifar Gunnlaugur Stefánsson formaður, Tómas Ingi Olrich, Ingibjörg Pálmadóttir, Guðmundur Hallvarðsson, Margrét Frímannsdóttir, Finnur Ingólfsson og Sigríður A. Þórðardóttir.