Viðlagatrygging Íslands

105. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 17:50:20 (5006)

[17:50]
     Frsm. heilbr.- og trn. (Ingibjörg Pálmadóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 86 um frv. til laga um breytingu á Viðlagatryggingu Íslands, nr. 55/1992, frá heilbr.- og trn.
    Nefndin hefur fjallað um frv. sem kveður á um að á árunum 1995--1999 verði innheimt 10% álag á iðgjald Viðlagatryggingar Íslands og að tekjur á álagningu renni í ofanflóðasjóð sbr. lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, nr. 28/1985. Nefndin fékk á sinn fund vegna málsins Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra í heilbr.- og trn. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með eftirfarandi lagatæknilegri breytingu:
    Í stað 11. gr., 1. og 3. málsl., efnismgr. 1. gr. komi 10. gr.
    Sólveig Pétursdóttir og Guðrún J. Halldórsdóttir voru fjarverandi afgreiðslu málsins. Undir málið skrifa Gunnlaugur Stefánsson formaður, Tómas Ingi Olrich, Ingibjörg Pálmadóttir, með fyrirvara, Finnur Ingólfsson, með fyrirvara, Margrét Frímannsdóttir, með fyrirvara, Guðmundur Hallvarðsson og Sigríður A. Þórðardóttir.