Leigubifreiðar

106. fundur
Föstudaginn 24. febrúar 1995, kl. 22:30:10 (5028)


[22:30]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Mig langar til að spyrja hv. 8. þm. Reykn. hvort hann telji þá rétt að taka það almennt upp í öllum störfum í þjóðfélaginu að menn verði settir í próf og læknisskoðun til þess að athuga hvort þeir eigi að gegna störfum áfram og þar með víkja almennt frá þeirri reglu að menn hætti störfum um sjötugt. Ég er alveg sammála honum í því að það eru mjög margir sem geta mjög vel starfað áfram eftir að þeir eru orðnir sjötugir en mér finnst að við verðum að hafa einhverja almenna reglu á þessu sviði og þess vegna tel ég mjög hæpið að byrja á því að breyta þessum reglum að því er varðar bílstjóra til

fólksflutninga, eins og hér er verið að gera ráð fyrir, þar sem ekki er hægt að velja þegar pantaður er leigubíll, sem í þessu tilfelli er verið að ræða um, hvort bílstjórarnir eru ungir eða gamlir. Maður verður bara að gjöra svo vel. Þess vegna er það athugunarefni í ljósi þess sem hv. þm. sagði hvort við ættum að breyta almennt þeirri reglu í þjóðfélaginu að fólk hætti á vinnumarkaði um sjötugt.