Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 03:00:40 (5094)

[03:00]
     Frsm. félmn. (Gísli S. Einarsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 849 frá félmn. um mál sem fjallar um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks. Þetta mál er í tengslum og samræmi við nýgerða kjarasamninga og felur í sér rýmkun á greiðslum Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks.
    Málið er mjög skýrt á álitinu og undir það rita allir hv. nefndarmenn félmn. og ég legg til og mælist til að málið fari hefðbundna leið.