Húsnæðisstofnun ríkisins

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 03:05:54 (5097)


[03:05]
     Jón Kristjánsson :
    Herra forseti. Hv. félmn. hefur reynt að vinna að þessu máli af kostgæfni á þeim skamma tíma sem hún hefur haft til þess. Það kom fram við 1. umr. málsins að frv. var auðvitað allt of seint fram komið. En þar sem flest þessi ákvæði sem eru í frv. eru til bóta og horfa í rétta átt, hafa nefndarmenn lagt metnað sinn í að koma frv. frá sér núna fyrir þinglok.
    Fyrirvari minn veit að 25. gr. frv. þar sem gert er ráð fyrir að vextir sem hefðu verið hækkaðir með tilliti til tekna gætu lækkað ef tekjur færu á ný undir tekjumörk. Lögð er til breyting sem felur í sér nýja tilhögun á vaxtabreytingum hjá einstaklingum vegna tekna en hún felur í sér færri sæta vaxtahækkun en nú er.
    Við teljum að þetta ákvæði tryggi ekki nægilega að vextir geti lækkað ef aðstæður breytast snögglega hjá fólki eins og þær gera nú þar sem atvinnuástand er svo ótryggt og tekjur mismunandi eins og nú er. Við teljum að þetta ákvæði tryggi það ekki nægilega og fyrirvarinn veit að þessu ákvæði hvað mig snertir.
    Að öðru leyti styðjum við fulltrúar Framsfl. í nefndinni þetta frv. sem hér liggur fyrir.