Bjargráðasjóður

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 03:41:35 (5101)

[03:41]
     Frsm. félmn. (Gísli S. Einarsson) :
    Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá félmn. um frv. til laga um breytingu á lögum um Bjargráðasjóð, nr. 51 frá 26. maí 1972, með síðari breytingum.
    Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Húnboga Þorsteinsson frá félmrn. og frá Sambandi ísl. sveitarfélaga Þórð Skúlason og Magnús Karel Hannesson.
    Nefndin mælir með að frv. verði samþykkt óbreytt og hv. félmn. ritar öll undir álitið. Ég mælist til að málið gangi hefðbundna leið.