Tóbaksvarnalög

106. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 03:49:20 (5104)

     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson) :
    Forseti vill af tilefni fyrirspurnar hv. 5. þm. Reykv. segja það að forseti sat á fundi með þingflokksformönnum ekki alls fyrir löngu og þar varð m.a. samkomulag um það að reyna að ljúka umræðu um þetta mál. ( Gripið fram í: Hvað merkir þetta m.a.?) Í tilefni af fullyrðingu hv. 5. þm. Reykv., að fundur væri í nefnd kl. 9 í fyrramálið þá er forseta kunnugt um það að hv. efh.- og viðskn. er á fundi kl. 12 um hádegi, en er ekki kunnugt um neinn nefndarfund kl. 9 í fyrramálið. Þannig að það eru þær upplýsingar sem forseti hefur um nefndastarfið.