Vegáætlun 1995--1998

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 12:14:34 (5119)


[12:14]
     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka hv. þm. fyrir að taka undir með mér í gagnrýni á hæstv. ríkisstjórn og mér þykir verst að hann skuli sjá þetta svona seint. Að hann skuli vera að átta sig á því á síðasta degi þingsins hversu slæma ríkisstjórn hann er búinn að styðja allt kjörtímabilið. Það er kominn tími til að hv. þm. átti sig á þessu og átti sig á því hvernig samgrh. er búinn að vinna allt kjörtímabilið. Ég hef ekki orðið var við neina gagnrýni hjá hv. þm. á samgrh. fyrr en nú á síðasta degi þingsins. En batnandi mönnum er best að lifa og ég óska honum góðrar ferðar um vegi Suðurlands.