Almenn hegningarlög

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 14:44:06 (5153)


[14:44]
     Frsm. allshn. (Björn Bjarnason) :
    Hæstv. forseti. Nefndin gerir grein fyrir áliti sínu á þskj. 867. Ég vek sérstaklega athygli á því sem þar stendur að í tilefni ábendinga Landssambands lögreglumanna tekur nefndin fram að ekki er litið svo á að með þeim lagabreytingum, sem hér er verið að gera, sé verið að skerða réttarvernd lögreglumanna og verði það raunin sé rétt að málið verði endurskoðað. En nefndin mælir öll með samþykkt frv. og stendur að því sameiginlega.