Lúganósamningurinn um fullnustu dóma í einkamálum

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 14:47:39 (5155)


[14:47]
     Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 870 frá allshn. um frv. til laga um Lúganó-samninginn um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum.
    ,,Nefndin hefur fjallað um málið og fékk umsagnir frá Dómarafélagi Íslands, Seðlabanka Íslands, Neytendasamtökunum, Samtökum iðnaðarins, réttarfarsnefnd og Lögmannafélagi Íslands.
    Í ábendingum Lögmannafélagsins kemur m.a. fram að í 3. gr. Lúganó-samningsins sé vitnað til laga um meðferð einkamála í héraði sem leyst hafa verið af hólmi með lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991. Þess ber að geta að samningurinn var gerður 16. september 1988 og tekur því mið af þeim lagaákvæðum sem þá voru í gildi. Hins vegar ber samningsríkjum að tilkynna svissneska sambandsráðinu um allar breytingar sem verða á þeim lögum sem nefnd eru í samningnum, sbr. VI. gr. í bókun nr. 1 við samninginn og hefur nefndin verið fullvissuð um að við það verði staðið af Íslands hálfu.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins.``
    Fjarverandi við afgreiðslu málsins voru Kristinn H. Gunnarsson, Ingi Björn Albertsson og Ólafur Þ. Þórðarson en aðrir nefndarmenn undirrita nál.