Vörugjald af olíu

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 16:33:33 (5184)


[16:33]
     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég kýs að gera grein fyrir atkvæði mínu vegna þess að ég átti ekki kost á því að taka þátt í umræðu um þetta mál. Það er ljóst að sú kerfisbreyting sem hér er um að ræða getur verkað mjög íþyngjandi fyrir almenningsvagnafyrirtæki. Breytingin mundi m.a. án sérstakra ráðstafana vera íþyngjandi fyrir Strætisvagna Reykjavíkur um 100 millj. kr. Í frv. og greinargerð þess og í ræðum um málið hefur komið fram að gengið er út frá því að þessi kostnaðarauki verði allur endurgreiddur og á þeim grunni styð ég frv. eins og það liggur nú fyrir.