Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 16:56:20 (5189)


[16:56]
     Tómas Ingi Olrich :
    Virðulegi forseti. Með tilliti til aðskilnaðar framkvæmdarvalds og löggjafarvalds tel ég að það sé ekki æskilegt að Alþingi skipi í stjórnir stofnana sem heyra undir framkvæmdarvaldið nema í örfáum einstökum tilfellum. Þarna er hins vegar ekki um nýmæli að ræða. Þetta er staðfesting á gildandi fyrirkomulagi og ég mun sitja hjá við þessa afgreiðslu.