Vegáætlun 1995--1998

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 18:04:17 (5196)


[18:04]
     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Það sem ég gerði hér að umtalsefni var yfirlýsing sú sem hæstv. samgrh. flutti áðan

um mál sem hæstv. ráðherra veit vel að er mjög viðkvæmt og varðar tengingu Norðurlands og Austurlands. Og hvað gerir hæstv. ráðherra? Hann eignar sér og tveimur stjórnarþingmönnum úr öðru kjördæminu sérstaka yfirlýsingu um þetta mál í stað þess að ef eitthvert mark væri á slíku takandi og einhver eðlileg vinnubrögð ástunduð þá hefði hæstv. ráðherra átt að funda með öllum þingmönnum beggja kjördæma og ræða málið við þann hóp. Þetta er bara eftir öðru, þau vinnubrögð sem hæstv. ráðherra hefur stundað. Og ég er farinn að velta því fyrir mér hvort það hefði ekki bara verið betra að hæstv. ráðherra hefði haldið sig heima í dag.