Vegáætlun 1995--1998

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 18:05:15 (5197)


[18:05]
     Egill Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að staðfesta það sem kom fram hjá hæstv. samgrh., það samkomulag sem var gert milli hans annars vegar og mín og hv. 5. þm. Austurl. hins vegar. Ég vil að því leyti árétta það alveg sérstaklega að aðrir þingmenn kjördæmisins höfðu gengið frá þessari skiptingu, lýst því yfir að þeir vildu ekki bera ábyrgð á henni, því miður.
    Ég vil líka taka það sérstaklega fram að þeim 50 millj., sem um er fjallað í nýrri tillögu, hefur þegar verið ráðstafað í Austurlandskjördæmi og það lá fyrir að það fjármagn væri til staðar þegar þessar ákvarðanir voru teknar. Og rétt til viðbótar við þetta vildi ég líka undirstrika að Austurland þarf ekki að greiða hlutdeild sína í stórverkefninu, sem er ærið djúgt í vöxtum, fyrr en einhvern tíma síðar á tímabilinu. En ef það hefði komið til útgjalda núna þá hefðu þangað farið líklega hartnær 200 millj. kr. neðan úr byggðinni. Þegar þetta allt saman lá fyrir þá var fengin sú niðurstaða sem hér liggur fyrir.