Vegáætlun 1995--1998

107. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 18:13:15 (5200)


[18:13]
     Frsm. minni hluta samgn. (Stefán Guðmundsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd minni hluta samgn. lýsa því yfir að við höfum ákveðið að draga til baka brtt. sem við höfum flutt á þskj. 896. Ég vil segja það að sú brtt. sem liggur fyrir á þskj. 905, flutt af meiri hluta samgn., gengur töluvert að óskum okkar minni hluta samgn. þannig að minni hluti nefndarinnar hefur svo sannarlega ekki erfiðað til einskis í þessu máli og náð því að rétta hlut ákveðinna kjördæma sem verulega hafði verið hallað á. Meginmál er að meiri hluti samgn. hefur séð að sér í þessum málum.
    Virðulegi forseti. Þrátt fyrir það að ég sé ekki ánægður með ákveðna þætti vegáætlunar eins og hún liggur nú fyrir, þá mun ég samt greiða henni atkvæði mitt þegar hún kemur til atkvæðagreiðslu.