Afgreiðsla frv. um tóbaksvarnir

108. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 20:22:46 (5229)


[20:22]
     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Dagur er að kvöldi kominn og það er orðið áliðnara en áformað var að slíta fundi. Það er samkomulag um þinglokin. Sjálfsagt gætum við öll tiltekið einhver mál sem við hefðum viljað fá afgreidd á þessu þingi en ekki hljóta afgreiðslu. Ég sé ekki annað en að við eigum og okkur sé mestur sómi að því að halda það samkomulag sem gert hefur verið, láta staðar numið við það sem samkomulag er orðið um og reyna að hætta þessu kjörtímabili með sæmilegum hætti.