Vernd Breiðafjarðar

108. fundur
Laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 20:28:20 (5231)

[20:28]
     Frsm. umhvn. (Kristín Einarsdóttir) :
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. við þetta frv. sem er á þskj. 925. Brtt. er þannig tilkomin að þegar ég var að undirbúa brtt. við frv. til laga um vernd Breiðafjarðar, eins og það hafði verið samþykkt frá umhvn., þá fór ég nokkuð geyst í að leggja til verndun því ég hafði einnig tekið með grunnsævi sem ekki var meiningin. Þess vegna flyt ég þessa brtt. sem er raunverulega sú brtt. sem umhvn. ætlaði að leggja fram og þess vegna er hún flutt í mínu nafni en í raun stendur öll umhvn. að baki þessari brtt.