Kynning á frumvarpi til fjárlaga 1995

3. fundur
Miðvikudaginn 05. október 1994, kl. 14:04:13 (48)


[14:04]
     Jón Kristjánsson :
     Virðulegi forseti. Ég vil bera af mér þær sakir að ég hafi verið að heimta að upplýsingum væri haldið leyndum fyrir fjölmiðlum. Ég sagðist ekkert hafa við það að athuga að fjárlagafrv. væri kynnt fjölmiðlum á frumstigi og annað er bara hreinn útúrsnúningur. Ég ber af mér þær sakir að ætlast til að einhverjum upplýsingum sé haldið leyndum eða tekin upp einhver fornaldarvinnubrögð hvað það varðar. Ég tel alveg fullkomlega eðlilegt að fjárlagafrv. sé kynnt fjölmiðlum og fann ekkert að því. En ég vil bara að það sé líka kynnt þeim þingmönnum sem eiga að svara fjölmiðlum um fjárlagafrv. og í því felst upplýsingaskylda, hv. 8. þm. Reykn.