Tilkynning um kosningu embættismanna fastanefnda o.fl.

4. fundur
Fimmtudaginn 06. október 1994, kl. 10:32:27 (76)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseta hefur borist eftirfarandi bréf, dags. 5. okt:
    ,,Þingflokkur Framsfl. samþykkti á fundi sínum í dag að tilkynna forseta Alþingis að þingflokkurinn óski eftir því að Jón Helgason taki sæti Valgerðar Sverrisdóttur í félmn. Alþingis, sbr. 16. gr. þingskapa.``
    Undir þetta bréf ritar fyrir hönd þingflokks Framsfl. Finnur Ingólfsson, formaður.
    Ef ekki koma athugasemdir um þessa ráðstöfun skoðast hún samþykkt og tekur þá Jón Helgason sæti Valgerðar Sverrisdóttur í félmn.
    Þá hefur forseta borist tilkynning um að efh.- og viðskn. hafi í dag, 6. okt., kosið formann nefndarinnar og varaformann. Formaður er Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Vilhjálmur Egilsson varaformaður.
    Utanrmn. hefur kosið sér formann Björn Bjarnason og Pál Pétursson varaformann.
    Umhvn. hefur kosið sér formann Kristínu Einarsdóttur og Petrínu Baldursdóttur varaformann.