Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 18:27:12 (218)


[18:27]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það liggur náttúrlega í augum uppi að fjárln. á eftir að fjalla um allt fjárlagafrv. Og ég efast ekki um að fjárlaganefndarmenn hafa skoðanir á hinum ýmsu efnisgreinum fjárlagafrv. Ég fagna náttúrlega þeim áhuga sem hér er sýndur á málefnum Háskóla Íslands. Það er svo sannarlega ástæða til að vera vakandi yfir málefnum Háskóla Íslands. Það er illa komið fyrir okkur ef þar getur ekki ríkt sá metnaður sem þarf að gera varðandi málefni hans. Ég sé hins vegar ekki að það sé eitthvað sérstaklega gagnrýnisvert þó kostnaður á nemanda hafi lækkað hjá Háskóla Íslands. Það þarf ekki út af fyrir sig að vera

tilefni til gagnrýni. Háskólinn hefur tekið mjög myndarlega á ýmsum málum innan sinna vébanda sem hafa orðið til þess að hagræða í rekstri háskólans og er ekki í sjálfu sér tilefni til gagnrýni nema síður sé.